Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
16.3.2007 | 00:49
Partý og fleira
Síðustu helgi fórum við hjónin á árshátíð Reykjanesbæjar og var það virkilega gaman. Bæjarskrifstofurnar sáu um árshátíðina og voru einnig með skemmtiatriði og var þetta hin mesta skemmtun.
Ösp átti svo afmæli á mánudaginn og þegar fólk er komið yfir 30 ára þá er ekkert gefið upp hvursu stórt afmælið var en hún eldist mjög vel. Mun betur en eiginmaðurinn.
Á morgun erum við svo að fara á árshátið Flugmálastjórnar og stefnir allt í að hún verði verulega glæsileg.
Elmar er að leika í atriði á árshátíð Holtaskóla á morgun en undanfarna daga er hann búinn að vera að æfa ásamt bekknum sínum og erum við mjög spennt að sjá þetta á morgun. Ég ætla að taka Glóey með svo að sem flestir úr fjölskyldunni taki þátt. Reyndar erum við viss um að Nói yrði einungis til vandræða ef hann kæmi með svo hann verður bara hjá Ömmu sinni.
Síðasta sunnudag fórum við hjónin á nýju revíuna hjá Leikfélagi Keflavíkur, Besti Bær og var hún virkilega skemmtileg. Við félagarnir í Breiðbandinu fórum og var gert grín að okkur og einnig okkar grín og eitt lag notað í revíunni og erum við RÍFANDI stoltir. Nú getum við farið að pakka saman og hætta fyrst við erum komnir á þann sess í bænum að okkar sé getið í gamanleikritum.
Ég mæli eindregið með þessu leikriti og þá sérstaklega Breiðbombunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 22:45
Smá fréttir
Ég er ekkert búinn að vera neitt duglegur að skrifa hérna enda líf mitt kannski ekkert voðalega viðburðarríkt. Annars hér er það sem er að gerast þessa dagana.
Framundan er mikið djamm hjá okkur. Við hjónin erum að fara á tvær árshátíðiðr næstu tvær helgar. Fyrst er það árshátíð Reykjanesbæjar í Stapanum, og svo strax næstu helgi á eftir er það árshátíð Flugmálastjórnar þar sem ég er að vinna. Ég ætla að reyna að afreka það að vera bara á bíl á fyrri árshátíðinni og þar af leiðandi ekki að drekka neitt. En því miður verð ég að drekka eitthvað á seinni árshátíðinni þar sem vínið er frítt. Það er dónaskapur að þiggja ekki fríar veitingar. Ég er að gæla við það að mæta í skotapilsinu þar. Hvað finnst ykkur á ég að þora því.
Annars er það svo ótrúlegt að ég hef ekki fengið mér bjór núna í 8 daga. Já þið lásuð rétt ÁTTA DAGA!!! Ástæðan fyrir þessari vitleysu er að ég skellti mér til mágkonu minnar hennar Sóleyjar og er hún að reyna að kenna mér að borða rétt samkvæmt dönsku kerfi. Ég hét vitaskuld að þar sem þetta væri tengt við Danmörku þá mætti drekka Tuborg og Carlsberg en það er ekki svo gott. Allt áfengi er bannað. Ég hef núna prufað þetta í viku og heil þrjú kíló hafa yfirgefið mig og vonandi til frambúðar. En ef ég þekki mig rétt þá ég eftir að bjóða þau velkomin seinna meir og þá jafnvel með liðsauka með sér. En það er nú einusinni þannig að líkaminn er musteri manns og þá hljóta hvert kíló að vera eins og safnaðarmeðlimur. Og hver vill ekki að söfnuðurinn sinn sé stór.
Einnig er það að frétta að ég hef aftur hafið nám á bassa. Ég hef tekið bassann með á 3 Breiðbandsæfingar, hljómsveitarfélögum mínum til mikills hryllings. En einu sinni í viku er ég í bassatímum hjá snillingnum honum Sóla. Sóli starfaði í 3 ár í hinni rómuðu hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem öllum er kunnug. Svo er þetta bókin sem ég er að lesa. Þyrfti örugglega frekar Bass Guitar for Retards.
Nóg í bili ég ætla að reyna að skreyta þetta eitthvað með myndum.
Rúnar I. Hannah
PS. við erum að fara að taka baðið í gegn hjá okkur svo ef það er einhver pípari sem hefur lítið að gera að lesa þetta hafðu þá endilega samband.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Tenglar
Space-liðar
Hér eru þeir sem við þekkjum og eru með My space síðu.
- Breiðbandið Þetta er vitaskuld besta hljómsveitin.
Okkar vinir
Hérna eru heimasíður þeirra sem við þekkjum.
Okkar áhugamál
Okkar helstu síður.
- Keflavík Uppáhaldsliðið okkar.
- Breiðbandið Hljómsveitin sem Rúnar er í.