Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
22.2.2007 | 13:13
Fjör í Danmörku
Jæja það er búið að vera nóg að gera undanfarið. Myndir koma seinna. Ég undirritaður skrapp til Danmerkur og skemmti þar á Þorrablóti með Breiðbandinu. Þorrablótið tókst frábærlega og hér má sjá myndir og umfjöllun á spjallinu www.ifhorsens.dk.
Við fengum frábæra Penthouse íbúð og vorum með einkabílstjóra allan tímann. Hann sést hérna á myndinni Árni Björn Erlingsson og vill ég þakka honum kærlega fyrir allt stjanið í kringum hljómsveitina. Fyrir allt nema að mæla með pizzastað sem seldi ekki bjór.
Ég mun reyna að setja inn fleiri myndir frá danmörku á næstunni.
Annars byrjaði ég enn og aftur að reyna að glamra á hljóðfæri og nú með nýjum kennara sem hefur spilað í 3 ár með Geirmundi Valtýssyni. Við erum tveir sem erum í tímum og fáum okkur bjór með svo það er möguleiki að maður endist í þetta sinn fyrst bjór er annars vegar.
Meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 01:04
Myndir úr símanum

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 14:50
Myndirnar hans Elmars.
Eins og flestir sem þekkja okkur vita þá hefur Elmar mikinn áhuga á dýrum og vitaskuld verður hann með sitt pláss hér á heimasíðunni. Elmar hefur verið að finna furðulegar myndir á netinu þar sem dýr koma við sögu á þeim flestum. Mikið af þessum myndum eru myndbreyttar með myndaforritum. (vill ekki segja Photoshopaðar).
Einhverjir hafa verið í vandræðum með að skrifa í athugasemdir hér fyrir neðan. En við viljum endilega að sem flestir skrifi. En ef maður skrifar þá þarf að staðfesta það svo með netfanginu sínu tvisvar. Kerfið bíður ekki upp á neitt annað. Ég held að þetta sé svo að hvaða vitleysingur sem er sé ekki að skrifa.
Kveðja
Rúnar I. Hannah og fjölskylda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 17:13
Nokkrar myndir
Var að prufa að setja inn nýjar myndir. Vonandi hafið þið gaman af. Þær ættu að sjást hér til hliðar.
Annars er það að frétta að Elmar var að fá 10 í einkunn í skyndiprófi áðan. Nói og Glóey eru í baði með tilheyrandi látum. Ég á leiðinni á fótboltaleik. Æfingaleik á milli Keflavíkur og Grindavíkur. Í fyrsta sinn sem ég sé mína menn frá því þeir urðu bikarmeistarar.
Kveðja
Rúnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2007 | 01:36
Gamlar myndir
Þó þessi síða sé ný þá hef ég áður gert síður með myndum. Td. var ég voða duglegur að taka myndir í Danmörku og hér má sjá samansafn af árunum okkar þar. http://hjem.get2net.dk/rihannah/
Sýnishornið er af Elmari og Glóey fyrir nokkrum árum.
Einnig er hægt að finna mynd af Talibana þarna, látið vita ef þið finnið hann.
Einnig dundaði ég mér einusinni að setja upp síðu eftir að Nói fæddist. Ég setti að vísu bara einusinni inn myndir þar, en hér er sú síða. http://frontpage.simnet.is/rihannah/bn.htm
Góða skemmtun.
Rúnar I. Hannah
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 21:06
Allt í fína frá Kína.
Jæja hér er svo fyrsta alvöru færslan. Ég er hér á næturvakt og það er frekar lítið að gera. Ég er að læra Kínversku á næturvaktinni því ég er að vinna með Tóra og Mei Mei. Og það er Mei Mei sem kennir mér kínversku. Tóri kennir meira almenna ósiði eins og aftansöng á almannafæri.
Það sem ég kann núna er:
- Níhá=góðan daginn
- sjösjöní=Takk fyrir
- sægtsén=bless
- Bú=nei
- Shhh=Já, þýðir líka Er
- Wo=Ég
- djá=heiti
- Wo djá Rúnar= Ég heiti Rúnar.
- Bin dá =ísland
- Bin dá ren=íslendingur
- Wo shh Bin dá ren= Ég er íslendingur.
Ég ætla að setja þetta framvegis til hliðar í Kínverskt orðasafn.
Sægtsén
Rúnar
PS. Ef þið viljið skrifa í athugasemdir sem er mjög gaman þá þarf að skrifa nafn og netfangið líka, tvisvar.
Bloggar | Breytt 7.2.2007 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2007 | 20:41
Fyrsta bloggfærsla
Jæja hér er fyrsta færsla í nýju blogg síðuna okkar. Hér koma fréttir af fjölskyldunni okkar.
Framundan eru spennandi tímar. Við ætlum öll til útlanda í sumar og fjölskyldufaðirinn skreppur til danmörku í næstu viku að skemmta.
En þetta er fyrsta tilraun svo sjáum hvernig þetta fer.
Kveðja
Rúnar I. Hannah
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Tenglar
Space-liðar
Hér eru þeir sem við þekkjum og eru með My space síðu.
- Breiðbandið Þetta er vitaskuld besta hljómsveitin.
Okkar vinir
Hérna eru heimasíður þeirra sem við þekkjum.
Okkar áhugamál
Okkar helstu síður.
- Keflavík Uppáhaldsliðið okkar.
- Breiðbandið Hljómsveitin sem Rúnar er í.