Partý og fleira

Síðustu helgi fórum við hjónin á árshátíð Reykjanesbæjar og var það virkilega gaman.  Bæjarskrifstofurnar sáu um árshátíðina og voru einnig með skemmtiatriði og var þetta hin mesta skemmtun.

Ösp átti svo afmæli á mánudaginn og þegar fólk er komið yfir 30 ára þá er ekkert gefið upp hvursu stórt afmælið var en hún eldist mjög vel.  Mun betur en eiginmaðurinn.

Á morgun erum við svo að fara á árshátið Flugmálastjórnar og stefnir allt í að hún verði verulega glæsileg.

Elmar er að leika í atriði á árshátíð Holtaskóla á morgun en undanfarna daga er hann búinn að vera að æfa ásamt bekknum sínum og erum við mjög spennt að sjá þetta á morgun.  Ég ætla að taka Glóey með svo að sem flestir úr fjölskyldunni taki þátt.  Reyndar erum við viss um að Nói yrði einungis til vandræða ef hann kæmi með svo hann verður bara hjá Ömmu sinni.

Síðasta sunnudag fórum við hjónin á nýju revíuna hjá Leikfélagi Keflavíkur, Besti Bær og var hún virkilega skemmtileg.  Við félagarnir í Breiðbandinu fórum og var gert grín að okkur og einnig okkar grín og eitt lag notað í revíunni og erum við RÍFANDI stoltir.  Nú getum við farið að pakka saman og hætta fyrst við erum komnir á þann sess í bænum að okkar sé getið í gamanleikritum.sumo

Ég mæli eindregið með þessu leikriti og þá sérstaklega Breiðbombunum.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ Rúnar og co. fékkstu ekki örugglega sendinguna frá mér , sen ég kom með frá Horsens??  Bið að heilsa öllum ... Hilsen Inga Ósk

Inga Ósk (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Fréttir af fjölskyldunni á Smáratúni 41. Rúnari, Ösp, Elmari, Glóey og Nóa.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband