Smá fréttir

Ég er ekkert búinn að vera neitt duglegur að skrifa hérna enda líf mitt kannski ekkert voðalega viðburðarríkt.  Annars hér er það sem er að gerast þessa dagana.Skota-Hannah-clan (betri)[1]

Framundan er mikið djamm hjá okkur.  Við hjónin erum að fara á tvær árshátíðiðr næstu tvær helgar.  Fyrst er það árshátíð Reykjanesbæjar í Stapanum, og svo strax næstu helgi á eftir er það árshátíð Flugmálastjórnar þar sem ég er að vinna.  Ég ætla að reyna að afreka það að vera bara á bíl á fyrri árshátíðinni og þar af leiðandi ekki að drekka neitt.  En því miður verð ég að drekka eitthvað á seinni árshátíðinni þar sem vínið er frítt.  Það er dónaskapur að þiggja ekki fríar veitingar. Ég er að gæla við það að mæta í skotapilsinu þar.  Hvað finnst ykkur á ég að þora því.

Annars er það svo ótrúlegt að ég hef ekki fengið mér bjór núna labelsí 8 daga.  Já þið lásuð rétt ÁTTA DAGA!!!  Ástæðan fyrir þessari vitleysu er að ég skellti mér til mágkonu minnar hennar Sóleyjar og er hún að reyna að kenna mér að borða rétt samkvæmt dönsku kerfi.  Ég hét vitaskuld að þar sem þetta væri tengt við Danmörku þá mætti drekka Tuborg og Carlsberg en það er ekki svo gott.  Allt áfengi er bannað.  Ég hef núna prufað þetta í viku og heil þrjú kíló hafa yfirgefið mig og vonandi til frambúðar.  En ef ég þekki mig rétt þá ég eftir að bjóða þau velkomin seinna meir og þá jafnvel með liðsauka með sér.  En það er nú einusinni þannig að líkaminn er musteri manns og þá hljóta hvert kíló að vera eins og safnaðarmeðlimur.  Og hver vill ekki að söfnuðurinn sinn sé stór.dummies

Einnig er það að frétta að ég hef aftur hafið nám á bassa.  Ég hef tekið bassann með á 3 Breiðbandsæfingar, hljómsveitarfélögum mínum til mikills hryllings.  En einu sinni í viku er ég í bassatímum hjá snillingnum honum Sóla.  Sóli starfaði í 3 ár í hinni rómuðu hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem öllum er kunnug.  Svo er þetta bókin sem ég er að lesa.  Þyrfti örugglega frekar Bass Guitar for Retards.

Nóg í bili ég ætla að reyna að skreyta þetta eitthvað með myndum.

Rúnar I. Hannah

PS. við erum að fara að taka baðið í gegn hjá okkur svo ef það er einhver pípari sem hefur lítið að gera að lesa þetta hafðu þá endilega samband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú orðið vitni að nokkuð mörgum megrununum hjá þér Rúnar og alltaf hefur þetta komið aftur á þig.  Þetta minnir mig nú orðið á flóð og fjöru.

Ég tel það nú nokkuð líklegt að ef þú finnur pípara í dag sem hefur lítið að gera þá er sennilega eitthvað að honum en gangi þér vel í leitinni og megruninni.

Kv. Ómar 

Ómar Ólafs (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:52

2 identicon

Ég mæli nú með skotapilsinu á árshátið Flugmálastjórnar, enda ertu ekki búinn að mæta í því á sama stað og vinnufélagarnir eru.  Eins og með kjóla konunar, geta bara notað hann einu sinni í þessum hóp ;)   Verst að ég verði ekki þarna með ykkur, verð bara að vinna fyrir ykkur ;)

Selma Björk (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Fréttir af fjölskyldunni á Smáratúni 41. Rúnari, Ösp, Elmari, Glóey og Nóa.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband